JÓNA FANNEY – FRAMBOÐ TIL FORMANNS FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA 2023
JÓNA FANNEY – FRAMBOÐ TIL FORMANNS FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA 2023
Leiðsögn: Lítið félag með stórt hlutverk
Fyrir hvað stendur félagið Leiðsögn?
Er um fag- eða stéttarfélag að ræða? Er hlutverk þess tvíþætt? Hvar liggja áherslurnar og hvernig er verkefnum forgangsraðað?
Í lögum félagsins 2. gr. er kveðið á um hlutverkið, þ.e. stóru myndina:
,,Félagið er samstarfsvettvangur og stéttarfélag leiðsögumanna í ferðaþjónustu á Íslandi og gætir hagsmuna þeirra og vinnur að því að efla menntun og menntunarmöguleika leiðsögumanna.“
Leiðsögn er því lítið félag með risastórt og margþætt hlutverk. Vægi þeirra ákvarðana sem teknar eru innan félagsins hafa þó gríðarleg stefnumarkandi áhrif á starfsstétt allra leiðsögumanna í landinu.
Öllum þeim miklu hagsmunamálum sem getið er í lögum félagsins, sem og þau verkefni sem koma inn á borð félagsins eru – meira og minna – innt af hendi af sjálfboðaliðum.
Er það raunhæft?
Þegar ég rýndi í lög og innra skipulag Leiðsagnar varð ég fljótt hugsi yfir því hversu fáir einstaklingar það eru sem stýra skútunni. Að auki snart það mig að þessi fámenni hópur sem situr að veigamiklum ákvarðanatökum er að sinna þeim störfum í hjáverkum, sem sjálfboðaliðar.
Ekki misskilja mig þó hér. Því fer fjarri að ég sé að mælast til ,,det hele galleriet“ fari á launaskrá hjá Leiðsögn. Mitt mat er að fara þurfi í skipulagsbreytingar á félaginu okkar og þá ekki síst með það í huga að dreifa ábyrgð og valdi innan félagsins. Það kallar á meiri virkni félagsmanna, því það þarf fleiri raddir og hendur upp á dekk.
Við þurfum einnig að leita svara við spurningum á borð við:
Af hverju veigra félagsmenn sér við þátttöku í trúnaðarstörfum innan Leiðsagnar?
Af hverju eru svo fáir leiðsögumenn með stéttarfélagsaðild sem raun ber vitni?
Svörin við þessum spurningum hef ég ekki á takteinunum. Nauðsynlegt er hins vegar að leita svara við þeim, því þær varða framtíð félagsins.
Ímyndarvandi
Mitt mat er að félagið stríði við alvarlegan ímyndarvanda þessi dægrin. Reyndar tel ég það vera lífsspursmál fyrir Leiðsögn að hefja öfluga stefnumótunarvinnu sem fyrst og leita svara við ofangreindum sem og fjölda annarra spurninga.
Við mótun framtíðarsýnar Félags leiðsögumanna er gríðarlega mikilvægt að hlustað sé á raddir allra félagsmanna. Aðeins þannig verður hlutverk og markmið félagsins skýr og markviss inn í framtíðina.
Hér hef ég reifað lítillega mína eigin sýn á stöðu Leiðsagnar í dag. Sú sýn er fengin utan frá – með því að rýna í lög félagsins, skoða heimasíðuna og með því að teikna upp skipulag starfseminnar. Þannig tel ég mig hafa áttað mig lítillega á við hvað er að etja.
Mínum viðhorfum ber þó ekki að taka sem einhverjum algildum sannleik. Framtíðarsýn félagsins á að mótast á lýðræðislegan hátt og því er nauðsynlegt að fá sem flestar raddir og ólík sjónarmið að borðinu.
Framtíð Félags leiðsögumanna mun velta á virkri þátttöku félagsmanna í að móta félagið. Sameinuð getum við hafið sókn af fullum krafti.
Leiðsögn: Lítið félag með stórt hlutverk
Fyrir hvað stendur félagið Leiðsögn?
Er um fag- eða stéttarfélag að ræða? Er hlutverk þess tvíþætt? Hvar liggja áherslurnar og hvernig er verkefnum forgangsraðað?
Í lögum félagsins 2. gr. er kveðið á um hlutverkið, þ.e. stóru myndina:
,,Félagið er samstarfsvettvangur og stéttarfélag leiðsögumanna í ferðaþjónustu á Íslandi og gætir hagsmuna þeirra og vinnur að því að efla menntun og menntunarmöguleika leiðsögumanna.“
Leiðsögn er því lítið félag með risastórt og margþætt hlutverk. Vægi þeirra ákvarðana sem teknar eru innan félagsins hafa þó gríðarleg stefnumarkandi áhrif á starfsstétt allra leiðsögumanna í landinu.
Öllum þeim miklu hagsmunamálum sem getið er í lögum félagsins, sem og þau verkefni sem koma inn á borð félagsins eru – meira og minna – innt af hendi af sjálfboðaliðum.
Er það raunhæft?
Þegar ég rýndi í lög og innra skipulag Leiðsagnar varð ég fljótt hugsi yfir því hversu fáir einstaklingar það eru sem stýra skútunni. Að auki snart það mig að þessi fámenni hópur sem situr að veigamiklum ákvarðanatökum er að sinna þeim störfum í hjáverkum, sem sjálfboðaliðar.
Ekki misskilja mig þó hér. Því fer fjarri að ég sé að mælast til ,,det hele galleriet“ fari á launaskrá hjá Leiðsögn. Mitt mat er að fara þurfi í skipulagsbreytingar á félaginu okkar og þá ekki síst með það í huga að dreifa ábyrgð og valdi innan félagsins. Það kallar á meiri virkni félagsmanna, því það þarf fleiri raddir og hendur upp á dekk.
Við þurfum einnig að leita svara við spurningum á borð við:
Af hverju veigra félagsmenn sér við þátttöku í trúnaðarstörfum innan Leiðsagnar?
Af hverju eru svo fáir leiðsögumenn með stéttarfélagsaðild sem raun ber vitni?
Svörin við þessum spurningum hef ég ekki á takteinunum. Nauðsynlegt er hins vegar að leita svara við þeim, því þær varða framtíð félagsins.
Ímyndarvandi
Mitt mat er að félagið stríði við alvarlegan ímyndarvanda þessi dægrin. Reyndar tel ég það vera lífsspursmál fyrir Leiðsögn að hefja öfluga stefnumótunarvinnu sem fyrst og leita svara við ofangreindum sem og fjölda annarra spurninga.
Við mótun framtíðarsýnar Félags leiðsögumanna er gríðarlega mikilvægt að hlustað sé á raddir allra félagsmanna. Aðeins þannig verður hlutverk og markmið félagsins skýr og markviss inn í framtíðina.
Hér hef ég reifað lítillega mína eigin sýn á stöðu Leiðsagnar í dag. Sú sýn er fengin utan frá – með því að rýna í lög félagsins, skoða heimasíðuna og með því að teikna upp skipulag starfseminnar. Þannig tel ég mig hafa áttað mig lítillega á við hvað er að etja.
Mínum viðhorfum ber þó ekki að taka sem einhverjum algildum sannleik. Framtíðarsýn félagsins á að mótast á lýðræðislegan hátt og því er nauðsynlegt að fá sem flestar raddir og ólík sjónarmið að borðinu.
Framtíð Félags leiðsögumanna mun velta á virkri þátttöku félagsmanna í að móta félagið. Sameinuð getum við hafið sókn af fullum krafti.