MAGNA Lögmenn
c/o Unnur Ásta Bergsteinsdóttir
Sæl Unnur,
Nokkur atriði sem við viljum nefna varðandi málefni Leiðsagnar Stéttarfélags og fram komna kröfu um afsögn kjörins formanns í stjórn (5 af 7 kjörnum í stjórn og varastjórn) sem og samþykkt 70 prósenta greiddra atkvæða félagsfundar 6.12. 2023.
1. Um er að ræða vantrauststillögu á störf formanns Leiðsagnar og hefur sú tillaga ekkert með persónuna Jónu Fanneyju Friðriksdóttur að gera og þar af leiðandi eru þetta ekki persónulegar ávirðingar, heldur vantraust á störf hennar sem formanns. Formaður hafnaði því ítrekað að framkvæma samþykkt sem var fyrsta samþykkt nýrrar stjórnar eftir kosningar vorið 2023. Fjórum sinnum var málið tekið upp og áréttað og jafnoft hafnaði formaður því að gera eins og samþykkt var. Þegar mál þróast svona vakna spurningar um hvort eitthvað annað væri framkvæmt í bága við samþykktir stjórnar.
Formaður hefur ítrekað sýnt af sér vanþekkingu á/ óvirðingu við félagslega uppbyggingu og starfshætti. Samkvæmt venjum og hefðum í félagsstarfi starfar formaður í umboði stjórnar að málefnum félagsins og leitast því við að vinna í takti við stjórn. Þessu var ábótavant hjá formanni.
Þann 30. október var eftirfarandi lagt fram og bókað á stjórnarfundi Leiðsagnar: Bókun lögð fram um óásættanlega framgöngu formanns Leiðsagnar í starfi fyrir félagið. Krafa um að formaður Jóna Fanney Friðriksdóttir segi af sér embætti nú þegar. 1. Formaður „týndi“ bókun stjórnarfundar um mjög alvarlegt eineltismál af hálfu eins núverandi stjórnarmanns – fyrsta umræðuefni og samþykkt nýrrar stjórnar á fyrsta fundi vor 2023. 2. Formaður hefur hrakið burt starfsmann félagsins með ósæmilegum aðdróttunum og yfirgangi. Svarbréf starfsmanns er sér og fylgir með þessu bréfi til bókunar að beiðni starfsmanns,. |
3. Formaður hefur ítrekað gefið stjórn rangar upplýsingar um fjárhagstöðu félagsins að því er virðist til að réttlæta uppsögn starfsmanns. 4. Formaður hefur viðrað tillögu um að ráða sigsjálfa auk varaformanns til starfa á skrifstofu félagsins – og að ráða þar eigin launum.Þar sem formaður félagsins hefur ekki fylgt samþykktum meirihluti stjórnar, sýnt af sér óvönduð vinnubrögð og ítrekað veitt stjórn misvísandi eða rangar upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins þá hefur hann ekki lengur traust stjórnar til að starfa fyrir félagið. |
Verði formaður ekki við þessari áskorum um afsögn þá fer munum við líta svo á að þetta bréf sé opinbert plagg til birtingar í fundargerð. Þar með eru forsendur til að birta það opinberlega strax að loknum þessum fundi.
Halldór Kolbeins
Snorri Steinn
Jóhanna Magnúsdóttir
Sigurður Albert
Hallfríður Þórarinsdóttir
—–
2. Forsendur samþykktarinnar sem beiðnin um vinnu þína er byggð á eru nú brostnar. Stjórn Leiðsagnar samþykkti 06.11.2023 að fara þá leið að leita til ASÍ um að fá hlutlausan lögmann til að skoða stórfelld brot formanns í embætti sínu og að okkar mati algeran trúnaðarbrest gagnvart stjórnarmönnum og félagsmönnum. Þann 16.11.2023 samþykkti trúnaðarráð félagsins að fara þessa leið. Hinn 06.12.2023 var haldinn félagsfundur þar sem rúmlega 70% fundarmanna samþykktu umrædda vantrauststillögu á formann og áréttuðu kröfu um tafarlausa afsögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur úr embætti formanns.
3. Á umræddum félagsfundi 06.12. 2023 var jafnframt samþykkt að haldinn yrði auka- aðalfundur eigi síðar en 15.01.2023. Vegna afdráttarlausrar samþykktar félagsmanna á þessari vantrauststillögu og kröfu um afsögn, á félagsfundinum eru forsendur þíns verkefnis að skoða umrædd brot formanns brostnar.
Formaður leitaði ekki til þín eftir að trúnaðarráð samþykkti þetta verklag þann 16.11.2023, eins og eðlilegt hefði verið, heldur einungis fyrst eftir að félagsfundur hafði samþykkt vantrauststillöguna og kröfuna um tafarlausa afsögn. Rétt er að undirstrika að formaður hafði u.þ.b. þrjár vikur við þessar alvarlegu og fullkomlega óviðunandi aðstæður í forystu félagsins til að verða við niðurstöðu trúnaðarráðs án þess þó að virða hana.
4. Kjörinn formaður fullyrti á félagsfundi 6. desember að eftir að starfsmaður fór í veikindaleyfi þann 15. október 2023 hafi hún (þ.e. formaður) séð um að öll málefni skrifstofunnar væru í farvegi. Hún fullyrti og að öllum málefnum væri sinnt þar með talið greiðslum úr sjúkrasjóði. Þegar kjörinn formaður steig til hliðar og varaformaður fór að athuga stöðu mála á skrifstofunni kom í ljós að kjörinn formaður hafði ekki gefið stjórn sjúkrasjóðs umbeðnar upplýsingar sem eru forsenda útgreiðslna. Þess í stað hafði hún greitt út úr sjúkrasjóði vegna umsókna sem stjórn sjóðsins hafði ekki samþykkt og hún hafði líka greitt út úr sjúkrasjóði til einstaklings sem ekki átti rétt á að fá greiðslur úr sjúkrasjóðnum. Allar þessar greiðslur voru brot á samþykktum sjúkrasjóðs og án vitundar meirihluta stjórnar sjóðsins.
5. Lögmaður ASÍ hefur tjáð málsaðilum, þ.e. okkur undirrituðum og formanni, ítrekað að þessi leið – að kalla til lögmann – þjónar engum tilgangi nema allir málsaðilar séu sammála um að fara hana. (Taka má fram að málsaðilar voru sammála þar til félagsfundur tók afstöðu til málsins.) Með samþykkt vantrauststillögunnar á félagsfundi og kröfu um afsögn er staðan innan félagsins allt önnur en áður og forsendurnar þar með brostnar til að kanna alvarleika gerða formanns með þessum hætti. Félagsmenn hafa tekið afstöðu til málsins.
6. Á seinustu tveimur vikum höfum við, undirrituð, átt nokkra fundi með forseta ASÍ og lögmanni sambandsins til að finna leið til sátta svo félagið geti starfað áfram sem eðlilegast t.d. með aðkomu umsjónarmanns (sem ASÍ lagði til). Þessari leið hafnaði formaður alfarið og þar af leiðandi teljum við ekki eðlilegt að vinna utanaðkomandi lögmanns vegi meira en aðkoma ASÍ við lausn á málinu.
7. Formaður eins og hún orðaði það sjálf „steig til hliðar tímabundið“ þann 18.12.2023 um óákveðinn tíma og í því orðalagi fólst að hún ætlaði að koma aftur til starfa sem formaður, en ekki virða afsagnarkröfu félagsfundar. Jafnframt tilkynnti kjörinn formaður að hún myndi ekki snúa til baka fyrr en skoðun lögmanns á ágreiningsmálum innan stjórnar væri lokið. Með því að „stíga til hliðar“ sem formaður er eðlilegt að líta svo á að hún ætlaði ekki að eiga nein samskipti við einn né neinn varðandi málefni félagsins. Það virti hún ekki og auk þess sat hún á gögnum gagnvart stjórn sem kom í veg fyrir að varaformaður gæti unnið að málum sem leysa þurfti. Í trássi við fyrri fullyrðingar tilkynnti hún þann 18.01.2024 að hún hefði ákveðið að stíga inn aftur sem formaður þann sama dag þrátt fyrir að skoðun á ágreiningsmálum væri ekki enn hafin.
8. Varðandi greiðslu fyrir lögfræðiþjónustu MAGNA sem sér um ræðir, vísum við í tölvupóst frá 15.12.2023 frá þér til stjórnar Leiðsagnar: ,,Varðandi kostnað, þá væri þessi vinna unnin samkvæmt tímagjaldi. Við hjá MAGNA höfum veitt stéttarfélögum sérkjör, svo þú mættir gjarnan heyra í mér símleiðis og við getum gert samkomulag um tímagjald.“
Með þessari ráðstöfun er formanni sem hefur fengið á sig vantraust og kröfu um afsögn ætlað að semja við „dómara“ í máli sínu um greiðslur, þ.e. að ákveða tímagjald vegna vinnu utanaðkomandi lögmanns án aðkomu annarra í stjórn. Við undirrituð teljum þessi vinnubrögð fullkomlega óeðlileg og skapa hættu á hlutdrægni.
Að ákveða verðlag þessarar þjónustu í símtali við formann einan er verklag sem við getum ekki fallist á það. Undirrituðum er ekki ljóst hvenær samtal Magna og kjörins formanns átti sér stað. Var það fyrir eða eftir hún „steig til hliðar“ , m.ö.o. fyrir eða eftir 18.12.2023 sem hún samdi um ákveðið tímagjald fyrir vinnu Magna við lögmann (UÁB)? Rétt er að undirstrika að formaður sem stiginn er til hliðar hefur ekki umboð til að semja um útgjöld fyrir hönd félagsins. Samskipti lögmanns við stjórn félagsins hefðu með réttu átt að vera við starfandi formann félagsins. Þannig hefði rétt boðleið verið notuð.
Það verklag sem lögmaður hefur hér viðhaft sbr ofangreint býður upp á hættu á að lögmaðurinn gæti reynst kjörnum formanni vilhallur, meðvitað eða ómeðvitað.
Þótt ekki sé gengið út frá að svo hljóti að vera og lögmanni ekki ætlað neitt misjafnt hlýtur lögmaður að skilja að þessi tilhögun vekur óneitanlega upp miklar áhyggjur stjórnarmanna. Hvað sem þessu líður og án þess að ætla lögmanni neitt misjafnt eru þetta óeðlileg vinnubrögð miðað við verkefnið og nokkuð sem stjórn stéttarfélags verður að samþykkja, ekki formaður einn og sér.
Jafnframt er trúverðugleiki þessa viðfangsefnis, sem byrjaði sem tilraun til sáttagerðar, algerlega brostinn, fyrst með vantrausti og kröfu félagsfundar um tafarlausa afsögn kjörins formanns og síðan með því verklagi sem hér hefur farið af stað með þessari svokölluðu sáttagerð sem þó var ómerk orðin eftir samþykkt félagsfundar 06. desember 2023. Að síðustu hefur kjörinn formaður gengið á bak sinna skrifa um að hún muni ekki snúa til baka fyrr en umrædd skoðun á árgreiningi hafi farið fram. Hún tilkynnti 18. janúar 2024 að hún væri snúin til baka til stjórnarstarfa og skoðun ekki lokið.
Í samræmi við ofangreinda greinargerð og að höfðu samráði við lögmann ASÍ er áréttað að forsendur tilvísunar ASÍ á þessu máli til lögmannsstofunnar eru ekki lengur til staðar. Jafnframt liggur fyrir að þeir fimm aðilar sem krafðir voru svara og upplýsinga í málinu líta svo á að frekari þjónustu lögmannsstofunnar sé ekki óskað í þessu máli. Áréttað er að kjósi Jóna Fanney Friðriksdóttir að nýta sér þjónustu lögmannsstofunnar MAGNA þá er það hennar að greiða fyrir þá þjónustu en ekki Leiðsagnar félags leiðsögumanna.
Virðingarfyllst,
Snorri Steinn Sigurðsson
Halldór Kolbeins
Hallfríður Þórarinsdóttir
Jóhanna Magnúsdóttir
Sigurður Albert Ármannsson