JÓNA FANNEY – FRAMBOÐ TIL FORMANNS FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA 2023

JÓNA FANNEY – FRAMBOÐ TIL FORMANNS FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA 2023

Hugleiðingar um lagabreytingartillögu stjórnar 2023:

Fækkun félagskjörinna í trúnaðarráði

 

Hugleiðingar um lagabreytingartillögu stjórnar 2023:

Fækkun félagskjörinna í trúnaðarráði

 

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Ég er hissa á þeirri lagabreytingartillögu stjórnar að vilja fækka félagskjörnum aðilum í trúnaðarráði um þrjá.

Erfitt er að sjá hvað býr hér að baki, enda fylgdi engin greinargerð eða rök með þessari breytingatillögu (né öðrum, sbr. tölvupóstur 19. apríl sl.).

9/12: Eins og lög Leiðsagnar eru nú eru 9 manns úr stjórn og varastjórn í trúnaðarráði og 12 félagskjörnir á aðalfundi.

9/9: Verði lagabreyting stjórnar um fækkun félagskjörinna fulltrúa samþykkt á komandi aðalfundi 3. maí nk. verða félagskjörnir þá 9 (í stað 12 áður).

Venjan er sú í stéttarfélögum að trúnaðarráð sé æðsta vald félaga á milli aðalfunda og er ráðinu t.a.m. ætlað að geta tekið ákvarðanir sem ganga framar ákvörðunum stjórnar.

Nái þessi breytingartillaga stjórnar fram að ganga á komandi aðalfundi er það ákvæði svo til fokið út um gluggann.

Eins og þetta blasir hér og nú, við hinum almenna félagsmanni, mætti segja að trúnaðarráð Leiðsagnar sé orðið algjörlega bitlaust sem slíkt verði tillagan samþykkt.

Reyndar getum við spurt okkur hvort það sé þá raunverulega þörf á trúnaðarráði innan félagsins þegar staðan er 9/9?  Hvort stjórn Leiðsagnar geti þá ekki bara farið með valdið sem trúnaðarráði er gefið?

Rök stjórnar fyrir þessari lagabreytingartillögu hljóta að vera haldbær og unnin í samvinnu við ASÍ,- en sannast sagna bíð ég spennt eftir skýringu og rökum.

Ég er hissa á þeirri lagabreytingartillögu stjórnar, sem kjósa á um á aðalfundi í ár, að vilja fækka félagskjörnum aðilum í trúnaðarráði um þrjá.

Erfitt er að sjá hvað býr hér að baki, enda fylgdi engin greinargerð með þessari breytingartillögu. Reyndar á það við um allar aðrar tillögur um lagabreytingar frá stjórn, engin rök fylgdu með (sbr. tölvupóstur frá 19. apríl sl.).

En aftur að þessari einu tillögu um fækkun félagskjörinna í trúnaðarráði.

9/12: Eins og lög Leiðsagnar eru nú eru 9 manns úr stjórn og varastjórn í trúnaðarráði og 12 félagskjörnir á aðalfundi.

9/9: Verði lagabreyting stjórnar um fækkun félagskjörinna fulltrúa samþykkt á komandi aðalfundi 3. maí nk. verða félagskjörnir þá 9 (í stað 12 áður). 

Venjan er sú í stéttarfélögum að trúnaðarráð sé æðsta vald félaga á milli aðalfunda og er ráðinu t.a.m. ætlað að geta tekið ákvarðanir sem ganga framar ákvörðunum stjórnar.

Nái þessi breytingartillaga stjórnar fram að ganga á komandi aðalfundi er það ákvæði fokið út um gluggann.

Eins og þetta blasir hér og nú, við hinum almenna félagsmanni, mætti segja að trúnaðarráð Leiðsagnar sé orðið algjörlega bitlaust sem slíkt verði tillagan samþykkt.

Reyndar getum við einnig spurt okkur hvort það sé þá raunverulega þörf á trúnaðarráði innan félagsins þegar staðan er 9/9?  Hvort stjórn Leiðsagnar geti þá ekki bara farið með valdið sem trúnaðarráði er gefið?

Rök stjórnar fyrir þessari lagabreytingartillögu hljóta að vera haldbær,- en sannast sagna bíð ég spennt eftir skýringu og rökum.

 

Mynd: Jóna Fanney Friðriksdóttir