Afsögn úr stjórn Leiðsagnar – félags leiðsögumanna

Leifur Björnsson (stjórnarmaður og eiginmaður starfsmanns)

 

Vegna trúnaðarbrests og vantrausts til formanns og gjaldkera Leiðsagnar segi ég mig hér með úr stjórn Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

Ég var kosinn í stjórn á Aðalfundi Leiðsagnar í maí 2022 til tveggja ára.

Ástæður afsagnar minnar eru fjölmargar en hér eru þær helstu:

·       Ég treysti ekki formanni og gjaldkera fyrir fjármálum félagsins.

·       Ég trúi ekki þeirri sögu að slæm fjárhagsstaða félagsins sér orsök lækkaðs starfshlutfalls starfsmanns niður í 50% starf. Ástæðan er frekar andúð gjaldkera á starfsmanni Leiðsagnar sem hefur nú fengið formann félagsins í lið með sér sem ætlar sér án efa fullt starf sem formaður/framkvæmdastjóri Leiðsagnar.

·       Ég tel að sú ákvörðun að setja leiðsögumannaskjöldinn á bið hafi verið röng. Það fer ekki saman að segjast vera að berjast fyrir hærri launum en tala á sama tíma niður menntun leiðsögumanna. Það er augljóst að núverandi formaður er með þessu að endurgjalda þeim sem komu henni til valda og þá á kostnað faglærðra leiðsögumanna.

·       Ég tel að ráðning sérstaks ráðgjafa til að bæta samskipti og stuðla að sáttum en lækka síðan starfshlutfall starfsmanns skrifstofu vera óásættanlega hegðun, sýndarmennsku og leikrit sem sýnir fyrst og fremst að formaðurinn hafði í raun engan raunverulegan áhuga á sáttum. Ég er sammála þeim Sigurði Alberti Ármannsyni, Halldóri Kolbeinssyni og Snorra Steini Sigurðssyni að það hefði einnig átt að ræða við Vilborgu Önnu, Pétur Gauta og Friðrik Rafnsson sem sátu í fyrri stjórnum. Raunar mætti bæta við þennan lista Valdimar Leó og Óskari Grími Kristjánssyni. Mat ráðgjafa að það bæti engu við málið er einfaldlega rangt því mikilvægt er að fá heildarmynd af hegðunarmynstri núverandi gjaldkera.

·       Ég tel að ákvarðanir og hegðun gjaldkera og formanns Leiðsagnar vera að eyðileggja félagið innan frá. Ég tel að tíma mínum sé betur varið í eitthvað uppbyggilegra en að sitja í stjórn þar sem illgirni og sundrung ríkir og þar sem ég ber ekki traust til meirihluta stjórnar. Mínum tíma er betur varið í að hlúa að konu minni, fjölskyldu og vinnu.

Ég vil að lokum taka það fram að ég átti mjög ánægjulegt samstarf við fyrrverandi formann félagsins, Friðrik Rafnsson fyrrverandi ritara, Hörpu Björnsdóttur, fyrrverandi gjaldkera, Völvu Árnadóttur og núverandi varaformann Snorra Stein Sigurðsson sumarið og veturinn 2022 til 2023.

 

Reykjavík, 4. október 2023

Leifur Björnsson, fyrrverandi stjórnarmaður Leiðsagnar.